Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð starfar eftir reglugerð frá menntamálaráðuneytinu

Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.

 Skipan nemendaverndarráðs

Skólastjóri, umsjónaraðili kennslu nemenda með sérþarfir, fulltrúi skólaheilsugæslu, fulltrúi sérfræðiþjónustu sveitarfélags og náms- og starfsráðgjafi. Einnig geta fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélags og barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til.

Vísun mála til nemendaverndarráðs

 

Umsjónakennari skal vísa málefni nemenda skriflega til nemendaverndarráðs á þar til gerð eyðublöð. Þá geta fulltrúar í nemendaverndarráði haft frumkvæði að því að mál

einstakra nemenda séu tekin upp. Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta einnig óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu. Eyðublað

 

Skipulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu.

3. gr.

Hlutverk sveitarfélaga og framkvæmd sérfræðiþjónustu.

Fræðsluyfirvöld í hverju sveitarfélagi skulu fylgjast með og stuðla að því að nemendum og skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu.

Sveitarfélög skulu tryggja að viðeigandi sérfræðiþjónusta sé veitt í leik- og grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að hún fari fram innan skóla. Sveitarfélög bera ábyrgð á að þjónustan sé veitt og kostnaði við hana. Sveitarfélög skulu mæla fyrir um það í skólastefnu sinni hvernig markmiðum þessarar reglugerðar verði náð. Við framkvæmd sérfræðiþjónustu skulu sveitarfélög leggja áherslu á:

a. forvarnarstarf til að stuðla markvisst að velferð nemenda,

b. snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna námsvanda, félagslegs og sálræns vanda með áherslu á að nemendur fái kennslu og stuðning við hæfi í skólum án aðgreiningar,

c. að sérfræðiþjónusta mótist af heildarsýn á aðstæður og hagsmuni nemenda, óháð starfsstéttum sérfræðinga og hver veitir þjónustuna,

d. að styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti í leik- og grunnskólum og starfsfólk þeirra,

e. stuðning við foreldra með ráðgjöf og fræðslu,

f. viðeigandi túlkaþjónustu til að tryggja að upplýsingar/ráðgjöf nýtist foreldrum og nemendum,

g. góð tengsl leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með samfellu og heildarsýn í skólastarfi að leiðarljósi.

 

Við gerð símenntunaráætlana skv. 7. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og 12. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla skal lögð áhersla á að efla þekkingu starfsfólks leik- og grunnskóla á því að leysa viðfangsefni samkvæmt reglugerð þessari innan skólanna.