Seinasti kennsludagur grunnskólans var fimmtudaginn 28. maí og þann dag tóku nemendur skólans þátt í UNICEF-hreyfingunni. UNICEF-hreyfingin hæfir öllum börnum, jafnt stórum sem smáum. Verkefnið samræmist grunnþáttum námsskrár um heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Börnin sem taka þátt í UNICEF-hreyfingunni fá vandaða fræðslu um réttindi sín og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum. Þau láta til sín taka með áheitasöfnun sem nær hámarki á  viðburðadeginum. Börnin fá afhendan heimspassa sem er límmiðabók en jafnframt heimskort og minnir á að öll börn, um allan heim, eiga sömu réttindi. Börnin safna límmiðum í heimspassann sinn og fá einn miða fyrir hvert unnið verk. Engin skylda er að safna áheitum. Þátttakan ein og sér er mikilvæg og börnin geta sýnt velvilja sinn með því að láta sig málefnið varða og tala til dæmis um það við fjölskyldu sína og vini. Það sýndi sig í okkar tilviki að börnin okkar tóku málefnið inn í hjartað og söfnuðu samtals 101.683 kr.- Virkilega vel gert !!

Fræðslumynd hreyfingarinnar 2020 fjallar um COVID-19 og samfélagsbreytingarnar út frá rétti barna til upplýsinga: https://www.youtube.com/watch?v=q0tz1AEb9ZE

En hér fyrir neðan er myndband frá okkar UNICEF-hreyfingu, gjörið þið svo vel. #unicefhreyfingin