Nemendasjóður Tálknafjarðarskóla var stofnaður haustið 2010 og er ætlaður til þess að styrkja aðbúnað nemenda við skólann, styðja við menningarupplifanir og ferðalög nemenda.

Nemendur eða nemendaráð fyrir hönd nemenda geta sótt um styrk til sjóðsins vegna útskriftarferðar eða annarra stórviðburða sem snerta skólagöngu þeirra. Skólaráð getur komið með tillögu að styrkveitingu vegna þemaverkefna eða innleiðingu þróunarverkefna skólans ef ekki hægt er að fá styrk annarsstaðar frá með því að skila inn greinargerð um verkefnið. Einnig geta kennarar sótt um vegna aðbúnaðar nemenda sem nýtist í kennslu.

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í október og apríl ár hvert þar sem stjórn sjóðsins tekur ákvarðanir um úthlutanir. Stjórnin getur boðað til fundar oftar ef þurfa þykir.