Kæru foreldrar

Í dag var starfsdagur þar sem við fórum yfir síðastliðna viku og rýndum í breyttar aðstæður. Við fáum skýrar leiðbeiningar frá sóttvarnarlækni sem og yfirvöldum og reynum okkar besta að halda uppi skólastarfi eins og mögulegt er. Mikið mæðir á starfsfólki sérstaklega vegna aukinna þrifa og sótthreinsunar.

Skólastarfið í þessari viku verður því með breyttu sniði eins og hér segir:
.    Leikskóli
Opnunartími verður frá 8:00 – 15:00
Þeir foreldrar sem hafa tök á að hafa börn sín heima eru hvött til þess og beðin um að láta skólastjóra vita ef sú ákvörðun er tekin að halda börnum heima.

.    Yngsta stig:
Skóladagurinn hefst kl 8:10 og er inngangur hjá lengdri viðveru
Hádegismatur 11:30
Nemendur sóttir í skólann 11:50 = A.T.H. Þeir foreldrar sem geta ekki sótt börnin kl 11:50 vegna vinnu bið ég um að senda mér póst.

.    Miðstig
Skóladagurinn hefst kl 8:10 og inngangur um aðalinngang, hægra megin
Hádegismatur 11:50
Nemendur fara heim 12:10

.    Elstastig
Skóladagurinn hefst kl 8:20 og inngangur um aðalinngang, vinstra megin
Hádegismatur 12:00
Nemendur fara heim 12:20

A.t.h. enginn tónlistarkennsla verður hjá yngsta stigi og íþróttakennsla fellur niður á öllum stigum !!

Veikindi:
Mér finnst rétt að brýna það aftur að ef börnin eru með einhver flensulík einkenni eins og kvef, hósta eða hita þá skal halda börnunum heima. Þetta á við um öll veikindi. Komi börn veik í skólann verður hringt heim og foreldrar beðnir um að sækja börnin aftur. Mikilvægt er að við virðum þau takmörk sem verið er að biðja okkur um á þessum fordæmalausu tímum, til þess að verja okkur sjálf og aðra.

Eins og þið vitið þá er verið að hvetja alla landsmenn að halda sig sem mest heima og reyna að blanda sér ekki saman við aðra hópa að óþörfu. Því vil ég nefna að þeir foreldrar grunnskólabarna sem vilja og geta haldið börnum sínum heima mega hafa samband við skólastjóra á skolastjori@talknafjordur.is. Nemendur sem eru í sjálfskipaðri sóttkví fá heimaverkefni eins og önnur börn í sóttkví.

Allt þetta er gert til að minnka smithættu og létta á kerfinu í heild, bæði starfsfólki og nemendum sem geta átt erfitt við þessar nýju aðstæður. Við gerum okkar besta til að halda öllu gangandi sem best við getum.

Við erum öll forvarnaraðilar.
Njótið dagsins!