Á skipulagsdegi þann 13. janúar fengu starfsmenn námskeið sem heitir Tilfinningalæsi og seigla. Höfundar námskeiðsins er Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir Strandberg. Þær hafa báðar menntun í, meðal annars, hugrænni atferlismeðferð.

Verkefnið er forvarnarvinna og viðbragðsáætlun sem mun nýtast í skólastarfinu. Markmið námskeiðsins var:

  • Að auka þekkingu starfsfólks á seiglu, tilfinningalæsi og kvíða.
  • Að skólasamfélagið geti brugðist skjótt við þegar að börn upplifa streitu, áföll eða aðra vanlíðan.
  • Að starfsfólk geti beitt ákveðnum aðferðum við til að þroska samskiptahæfni barna t.d. í ágreiningsmálum sem upp koma í daglegu skólastarfi.

Við munum nýta þá þekkingu sem við fengum á námskeiðinu og móta okkar eigin vinnuferla í meðhöndlun á þessum þáttum. Okkar markmið er að hjálpa nemendum að vera hæfari stjórnandi á eigin lífi. Með því er átt við:

  • Að börn geti einbeitt sér meira/betur
  • Að börn tileinki sér aðlögunarhæfni
  • Að börn læri að skipuleggja sig betur
  • Að þau öðlist meiri ró