Skólanámskrá Tálknafjarðarskóla

Hver skóli skal birta stefnu sína með tvennum hætti. Annars vegar er almenn stefnumörkun birt í skólanámskrá og hins vegar eru upplýsingar, sem eru breytilegar frá ári til árs, birtar í árlegri starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og skal semja þær í samráði við kennara skólans og annað starfsfólk sem með því móti hafa skuldbundið sig til að framfylgja þeim. Í skólaráði skal fjalla um skólanámskrá og árlega starfsáætlun skóla. Skólanefnd staðfestir gildistöku þeirra þegar ljóst er að þær hafa verið unnar í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, skólastefnu, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds. 

Sérhver skóli semur skólanámskrá. Í skólanámskrá gerir skóli grein fyrir því hvernig hann nýtir það svigrúm til ákvarðana og athafna sem lög, reglugerðir, aðalnámskrá og skólastefna viðkomandi sveitarfélaga veita. Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár og í henni gefst kostur á að laga opinber fyrirmæli að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum og gera grein fyrir hvernig þær aðstæður eru nýttar til að efla nám og kennslu. Í skólanámskrá er gerð grein fyrir þeim gildum sem starf skólans byggist á. Þar eru útfærð þau almennu viðmið sem sett eru í aðalnámskrá.

Brýnt er að skólar gefi reglulega skýrar upplýsingar um skólastarfið og áætlanir sem liggja fyrir um starfsemi skólans. 

Gagnkvæm og virk upplýsingagjöf stuðlar að trausti milli foreldra og starfsfólks skóla og hjálpar þeim að deila ábyrgð og taka ákvarðanir sem lúta að velferð nemenda. Með auknum kynnum foreldra af daglegu starfi í skólanum og skipulegri samvinnu um skólastarfið aukast líkur á virkri þátttöku foreldra í tengslum við ákvarðanir og ábyrgð. Aukin hlutdeild foreldra stuðlar að bættum námsárangri barna og bættri líðan þeirra. 

Ýmsar áætlanir

Öryggisáætlanir

Öryggisráð Tálknafjarðarskóla skipa Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, og Guðlaug A. Björgvinsdóttir

Handbækur

Starfsfólk