Skólareglur Tálknafjarðarskóla

Skólareglur Tálknafjarðarskóla verða samdar í kjölfar skólastefnunnar í samstarfi við nemendur skólans. 

Þangað til er stuðst við eldri reglur GrunnskólaTálknfjarðar:

1.      Nemendum ber að sýna starfsfólki skólans og skólasystkinum sínum almenna kurteisi virðingu og tillitsemi

2.      Nemendur skulu ganga vel  og snyrtilega um skólann og fara vel með muni hans

3.      Nemendur eiga að mæta stundvíslega í skólann og vera hreinir og snyrtilegir til fara.

4.  Veikindi og önnur forföll ber að tilkynna samdægurs. Leyfi lengur en til þriggja daga skal sækja um til skólastjóra. Skemmri leyfi skal sækja um til umsjónarkennara.

4.      Nemendur skulu vera úti í frímínútum, nema þegar veður hamlar því.

5.      Notkun tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð.

6.      Óheimilt er  að vera með gos eða sælgæti í skólanum. Notkun tyggigúmmís er leyfð en um notkun þess gilda ákveðnar stofureglur mótaðar innan hvers bekkjar í samvinnu umsjónarkennara og nemenda.

8.      Notkun farsíma, eða annarra afþreygingaraftækja er ekki leyfð á skólatíma nema það tengist námi beint. Símar eiga að vera heima en komi nemandi meða síma verður síminn geymdur í læstum skáp á skólatíma. Raftæki nemenda eru ekki á ábyrgð skólans.

9.      Nemendum er óheimilt að koma með bendipenna, hnífa eða önnur hættuleg áhöld í skólann.

10.  Nemendum ber að hlýða öllum reglum og starfsfólki skólans skilyrðislaust og brot á reglunum kalla á viðbrögð svo sem fund með foreldrum og skólastjóra.

Agabrot og viðurlög

I. Væg brot nemenda:

Minni háttar atvik þar sem starfsmenn skólans taka strax á málum. Nemendur fá viðvörun og eru beðnir um að greina frá/sýna æskilega hegðun við tilgreindar aðstæður. Nemandi hlýtur mild viðurlög tengd þeirri hegðun sem átti sér stað og er hvattur til að forðast slíka hegðun í framtíðinni.

Afleiðingar

·         Viðvörun gefin/rætt við nemanda

·          Nemandi beðinn um að greina/sýna æskilega hegðun

·          Ef brot er síendurtekið er atburður skráður.

·         Hlutur tekinn af nemanda og foreldri/forráðamaður sækir hann í skólann

Væg agabrot:

·         Hjólar á leikvelli

·         Gengur ekki frá

·         Slæm umgengni og hávaði

·         Húfur, yfirhafnir Hlaup á göngum

·         Hindrar eðlilega umferð á göngum

·         Vinnur ekki í tíma

·         Ástundun  

·         Fer ekki eftir fyrirmælum

·         Truflar kennslu Hrekkir/stríðir

·         Ljótt orðbragð

·         Truflar leiki annarra

·         Ókurteisi gagnvart starfsfólki

·         Vantar námsgögn

·         Óþarfa hlutir í skóla

II. Endurtekin væg agabrot með ásetningi

Endurtekin væg brot eða hegðun sem skapast af ásetningi og er óæskileg en þó ekki mjög alvarleg. Nemandi er beðinn að horfast í augu við brot sitt og sýna/segja frá viðeigandi hegðun við aðstæður sem hafa komið upp. Atvikið skráð, umsjónarkennari metur hvort hann hefur samband við foreldra/forráðamenn eða notar önnur viðurlög.

 Afleiðingar

·         Atvikið skráð og reglan yfirfarin með nemanda

·         Lausn fundin, nemandi aðstoðar við að leiðrétta hegðun

·         Vísað til umsjónarkennara og atvikið skráð í dagbók.

·         Umsjónarkennari metur hvort samband er haft við foreldra/forráðamenn. Alltaf er haft samband heim eftir nokkur endurtekin agabrot (ekki oftar en 5)

·         Umsjónarkennari boðar til fundar með foreldrum/forráðamönnum eftir marg endurtekin agabrot

·         Nemandi bætir tjón sem hann veldur af ásetningi

·         Nemanda vísað úr kennslu og vera einn í verkefni undir handleiðslu annars starfsmanns

·         Nemandi fær uppbótarverkefni

III. Alvarleg agabrot

Alvarlegt brot sem ógnar öryggi nemenda og/eða starfsfólks skólans. Síendurtekin truflun í kennslustund eða öðru skólastarfi. Nemandi sendur til skólastjóra vegna alvarlegs brots. Skráning atviks, viðurlög ákveðin í samræmi við skráðar reglur.

Haft er samband við foreldra. Lausn fundin sem leiðir til bættrar hegðunar nemandans. Tilkynnt til félagsþjónustu eða lögregluyfirvalda samkvæmt lögum og reglum.

Afleiðingar

·         Vísað til skólastjóra

·         Alltaf er haft samband við foreldra/forráðamenn

·         Foreldrar boðaðir á fund með umsjónarkennara og skólastjórnendum

·         Lausn/leið fundin til úrbóta

·         Viðurlög ákveðin samkvæmt reglum

·         Umsjónarkennari skráir í dagbók

Málið yfirfarið og áframhald ákveðið af skólastjóra og umsjónarkennara

Möguleikar á öðrum viðurlögum:

·         Nemandi vinnur utan bekkjar

·         Vísað úr kennslu á meðan málið er tekið fyrir

·         Tímabundin brottvísun

·         Brottvísun úr skóla/önnur úrræði fundin

·         Missir ákveðin forréttindi

·         Hlutir gerðir upptækir

Alvarleg agabrot eru:

·         Léleg ástundun

·         Reykingar

·         Skemmdarverk

·         Þjófnaður

·         Truflar stöðugt kennslu

·         Varsla hættulegra hluta

·         Brunakerfi sett af stað

·         Hótanir

·         Áfengi

·         Fíkniefni

·         Ofbeldi