Starfsáætlarnir Tálknafjarðarskóla

Eldri starfsáætlanir

Starfsáætlun Tálknafjarðarskóla 2018-2019

Inngangur

Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Tálknafjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og því á þessi starfsáætlun við allar deildir hans.

Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, starfsáætlun barna og starfsfólks, skólasiðum og venjum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfsfólk skólans, stoðþjónustu og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Starfsáætlun skóla er lögð fyrir skólaráð og skólanefnd Tálknafjarðarhrepps til staðfestingar Hér birtist starfsáætlun Tálknafjarðarskóla fyrir skólaárið 2018-2019 en frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans  www.talknafjardarskoli.is

1. Hagnýtar upplýsingar

Tálknafjarðarskóli

Sveinseyri

 460 Tálknafirði

Símanúmer skólans: 456-2537

Skólastjóri: sigurður Ö Leosson

Netfang : skolastjori@talknafjordur.is 

Heimasíða:  www.talknafjardarskoli.is

Skólinn er opnaður klukkan 7:45 og er lokað klukkan 15:30 alla virka daga.

3. Megin markmið skólans

–   Að hlúa að heilbrigðum þroska í hvers barns.

– Að gera börnum kleift að nýta hæfileika sína.

– Að hjálpa börnum að þróa þá færni sem þau þurfa til að njóta sín og leggja sitt af mörkum í samfélaginu

4. Skólareglur 

Allir kjarnar skólans setja sér sínar skólareglur á lýðræðisfundum þar sem kennarar og börn setja sínar reglur í samvinnu og setja þær upp á sýnilegum stað innan kjarnans.

 Allir þátttakendur í skólasamfélaginu skuli vanda sig við að „vera góðir við aðra og góðir fyrir sig sjálfa“. 

5. Eineltisáætlun

Í 30 gr. laga um grunnskóla, nr.91/2008 segir m.a.:

…Grunnskólar skulu hafa heildstæða stefnu um það hvernig fyrirbyggja eigi að líkamlegt, andlegt eða félagslegt ofbeldi eigi sér stað í skólastarfi. Skólar skulu einnig hafa áætlun um framkvæmd tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum, um hvernig brugðist er við tilvikum um einelti, annað ofbeldi og félagslega einangrun.

Í 7 gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 segir:

Aðgerðir skóla gegn einelti taki til skólans í heild, einstakra bekkjardeilda, námshópa og einstaklinga. Hver kennari ber ábyrgð á að framfylgja með virkum og ábyrgum hætti aðgerða –áætlun skólans gegn einelti og skólastjóri ber ábyrgð á að starfið sé samhæft.

Tekið er á vandamálum í sambandi við einelti eða ofbeldi í nánu samstarfi við forráðamenn.

 1. Með fyrirmynd kennara og starfsfólks skólans.
 2. Með inngripi í umhverfi, aðstæður og félagsleg samskipti einstaklinga og hópsins sem um ræðir.
 3. Með viðtölum og beinum leiðbeiningum við gerendur og þolendur og forráðamenn.

Samvinna heimilis og skóla er lykillinn að árangri í glímunni við einelti. Við biðjum forráðamenn að upplýsa starfsfólk skólans um jafnt lítil sem stór vandamál er nemandi á í erfiðleikum félagslega í skólanum. Kennarar og starfsfólk skólans vinna einstaklingsbundna eineltisáætlun fyrir hvert vandamál, þar er bekkjarkennarinn fulltrúi nemandans. Kennarar og starfsfólk skólans vinna með félagsmótun bekkja og forvarnir til þess að koma í veg fyrir einelti. Það er gert með umræðum, hópleikjum og samvinnu inn í bekkjum. Forvarnarstarf er framkvæmt af hverjum bekkjarkennara fyrir sig í gegnum félagsmótun og námsefni. Einnig eru alltaf tveir starfsmenn úti í frímínútunum til að fylgjast með, vera styðjandi og stinga upp á og koma af stað hópleikjum. Komi upp eineltismál er stuðst við eineltisáætlun skólans og leitað leiða til að leysa málið.

6. Öryggi nemenda

Þegar vá steðjar að vegna utanaðkomandi þátta s.s. veikindafaraldra, óveðurs, eða náttúruhamfara er unnið samkvæmt áætlun almannavarna. Áætlunin er kynnt reglulega og verður aðgengileg á vef skólans. Slysavarnir eru góðar þar sem húsnæðið innan skólans býr við ríkulegar öryggiskröfur. Slysaskráning er fyrir hendi. Rýmingaráætlun er í gildi og kynnt árlega, æfingar haldnar og áætlun endurmetin ef þurfa þykir.

7. Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun er í gildi og hangir uppi í öllum rýmum skólans. Áætlunin er kynnt árlega og haldin rýmingaræfing. í kjölfar æfingar er áætlunin endurmetin og breytingar gerðar ef þurfa þykir.

8. Forföll nemenda

Forráðamenn tilkynna forföll barna í upphafi skóladags til skólans í síma 456 2537 eða á netfang skólans; talknafjarðarskoli@talknafjardarskoli.is

9. Leyfi frá skóla

Ef barn þarf að fá leyfi er haft samband við kjarnakennara, en sé um lengri tíma að ræða en þrjá daga skal sækja um það hjá skólastjóra. Einnig er hægt að sækja um leyfi með tölvupósti á netfang skólans. Það er á ábyrgð foreldra / forráðamanna að sjá til þess að nemendur vinni upp það námsefni sem þeir missa af.

10. Skóladagatal

Samkvæmt skóladagatali eru skóladagar (kennsludagar) alls 180 samkvæmt meðfylgjandi skóladagatali. Foreldraviðtöl eru haldin tvisvar á skólaárinu. Kennsla fellur niður í jóla- og páskaleyfi grunnskólabarna en leikskólastarf er fyrir hendi þessa daga. Einnig fellur kennsla niður vegna skipulagsdaga kennara (sjá fylgiskjal)

11. Kennsla og fyrirkomulag

Skipulag er samkvæmt viðmiðunarstundaskrá. Vikulegur stundafjöldi nemenda er eftirfarandi:

1-4.bekkur     1200 mínútur.

5-7.bekkur     1400 mínútur.

8-10.bekkur   1480 mínútur.

Nemendur eru mislengi í skólanum 1.-2. Bekkur eru búin kl. 13.05 en fá lengda viðveru til kl 14.00 æski foreldrar þess. Íþróttaskólinn verður tvisvar í viku milli 14.00 og 15.00

Matartíma er skipt í raun þrjú holl. 7.-8. Bekkur fer í mat kl. 11.40 og 9.-10. Kl. 11.50 og báðir hópar eru til 12.10 en þá koma yngri nemendur 1.-5. Bekkur og eru til 12.30

Ávaxtastund er í lok aðalkennslustundar. Almennt lýkur skóla kl. 13.50 -14.10 eftir aldri

Námsgreinar eru kenndar í lotum í aðalkennslustund að morgni. T.d náttúrufræði í eina til tvær vikur í senn. Reynt er að samræma lotur milli aldursstiga þannig að sem flestir nemendur skólans séu að vinna sambærilega hluti og að hægt sé að aldursblanda þegar við á.

Eftir hádegi eru smiðjur, þrisvar í viku. Í smiðjum er mynd og handmennt, smíði og hönnun, val o.fl. Margt nýtt er verið að innleiða eins og t.d steinhögg, spáð í skóginn og tálgað í tré o.fl. Siðjukennslan er einnig í lotum.

Í Tálknafjarðarskóla miðast heimanám á yngra stigi og miðstigi eingöngu við þjálfun í lestri. Fáein verkefni þar sem foreldrar taka þátt eru einnig unnin heima að hluta. Það er mat skólans að heimanám sé ástæðulaust að öðru leyti þar sem börn þurfa tíma til að leika sér og hvílast þegar skóladegi og tómstundastarfi sleppir.

Á yngsta stigi eru 30 kennslustundir á viku og  35 kennslustundir á viku á miðstigi. Á unglingastigi eru 37 kennslustundir á viku eins og í viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár. Fáein verkefni nemenda á unglingastigi verða einnig unnin heima að hluta. Öllum er þó frjálst að taka með sér námsefni heim.

Val nemenda í 9. og 10. Bekk.

12. Kennsluáætlanir

Að hausti gera kennarar kennsluáætlanir vetrarins sem miða við áætlun fyrir hverja lotu. Þær verða aðgengilegar á heimasíðu skólans.

13. Skóladagur leikskólabarna

Leikskólinn opnar kl. 7:45 og þá koma fystu börnin en allir eiga að vera komnir kl. 8:30 en þá hefst skipulagt starf leikskólans. Misjafnt er hvenær skóladegi leikskólabarna lýkur en fyrstu börn fara kl.14:00 en þau síðustu kl.15:30. Öll börnin fá ávaxtamorgun-hressingu og hádegisverð í skólanum.

Dagskrá og tímaskipulag
07:45Leikskólinn opnaður – Morgunmatur og morgunsamvera
08:30Morgunsöngur
8:45Hópatími
9:45Valfundur og ávextir
10:00Val
11:00Útivera
12:00Hádegisverður
12:30Hvíld / Hópatími
13:00Val
14:00Hópatími
14:45Nónhressing
15:30Leikskóli lokar

 

14. Skóladagur grunnskólabarna

Skólastarf hefst kl. 8:15 hjá öllum grunnskólabörnum. Kennslu lýkur alla daga kl. 13:05 hjá 1. og 2. bekk  en 13:50 og 14.10 hjá þeim eldri. Öll börn fá ávaxtamorgunhressingu og  hádegisverð í skólanum. Ávaxtastundin er um miðjan morgun og hádegismatur er milli kl. 11:40 og 12:30.

Dagskrá og tímaskipulag
07:45Grunnskólinn opnaður – Morgunmatur og morgun samvera
08:15-10.15Aðalkennslustund – lotur
Ávaxtahressing í lok aðalkennslustundar
10:15-10,45frímínútur
10,45-11,45kennsla
11:40/50 – 12.1012:10 – 12.30Hádegisverður 7.-10. bekkurHádegisverður 1.-5. bekkur
12:30Hópatími / smiðjur
13.0513:5014.10Skóladegi lýkur 1.-2. bekkurSkóladegi lýkur 3.-5. bekkurSkóladegi lýkur – 7.-10. bekkur
15:00Grunnskólanum lokað

Skólinn er opnaður kl. 7:45 alla morgna og tveir kennarar eru komnir á starfsstöðvar kl. 8:00. Börnum stendur til boða að fá morgunverð í skólanum frá kl. 7:45 gegn vægu gjaldi.

Sundkennsla yngri barna fer fram á haustin og vorin í lotum í sundlaug Tálknafjarðar. Eldri börnin stunda sitt sundnám einu sinni í viku allt skólaárið. Íþróttakennsla allra nemenda við Tálknafjarðarskóla fer fram utandyra á skólalóð Tálknafjarðarskóla á haustin og vorin en yfir köldustu mánuðina inni í vel útbúnum sal íþróttahúss Tálknafjarðar.

 1. Skólamatur

Matráður gætir þess að nemendur fá fyrsta flokks gæða mat með fjölbreyttu næringargildi með hollustu að leiðarljósi. Reynt er í lengstu lög að forðast næringarlitlar hitaeiningar og hátt hlutfall sykurs, salts og fitu í fæðunni. Fagaðilar sem sinna börnum og unglingum og foreldrar þurfa að taka höndum saman um að hafa heilsu og velferð barnanna í fyrirrúmi. Eldhús skólans er fullbúið til framleiðslu og því stýrir matráður Tálknafjarðarskóla. Matseðil skólans fyrir hverja viku má finna á heimasíðunni. Í viðhengi hér á eftir má lesa matarstaðlana sem við farið er eftir í skólanum þar sem hollusta og ferskleiki matar og hráefnis er ávallt höfð að leiðarljósi.

Auk matarstaðla gilda viðmiðunarreglur skólans um máltíðir og eru þær viðauki hér með starfsáætlun.

 1. Nemendur, fjöldi stúlkna og drengja, umsjónarkennarar kjarna

Skólaárið 2018-2019 er fjöldi barna áætlaður 10 börn í Leikskóladeild Tálknafjarðarskóla á 3 kjörnum. Áætlað er að 43 börn stundi nám við Grunnskóladeild Tálknafjarðarskóla á 4 kjörnum. Áætlað er að um 25 börn stundi tónlistarnám þetta skólaár eins og hefur verið síðustu ár.

 

 1. Starfsfólk Tálknafjarðarskóla

Við Tálknafjarðarskóla starfa 12 starfsmenn í Grunnskóla, Leikskóla og Tónlistarskóla. Allir hafa það þó að leiðarljósi að hugsa vel um börn og gera það sem gera þarf.

NafnstarfssviðNetfang
Laufey JónsdóttirUmsjónarkennarilaufeyjons@gmail.com
Elísabet KjartansdóttirUmsjónarkennarielisabet@hjalli.is
Helga Birna BerthelsenUmsjónarkennarihelgabirna@hjalli.is
Sólveig Björk BjarnadóttirUmsjónarkennarisolveig@hjalli.is
Kristín Brynja GunnarsdóttirÍþróttakennarikristinbrynja@hjalli.is
Marion Gisela WorthmannTónlistarkennarimaya@hjalli.is
Sigurður Ö LeossonSkólastjórileosson@gmail.com
Lára EyjólfsdóttirStuðningsfulltrúilara@hjalli.is
Guðlaug A BjörgvinsdóttirStuðningsfulltrúigulla@hjalli.is
Sandra Lind BjarnadóttirLeiðbeinandi Leikskólasandra@hjalli.is
Jenný Lára MagnadóttirMatráðurjennylara@hjalli.is
Agnieszka Ilona Slomska Ræstitæknir

 1. Skólaráð

Við grunnskóla starfar skólaráð (skv. lögum nr. 91, 8. gr.) sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð fundar að lágmarki tvisvar á önn. Skólaráð staðfestir skóladagatal að vori og fjallar um hin ýmsu mál sem tengjast skólahaldinu og skólastarfinu. Skólaráð fær ávallt til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúm kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og þremur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Í upphafi var skipað í skólaráð Tálknafjarðarskóla haustið 2010, í dag sitja eftirtaldir í skólaráði:

Fulltrúar foreldra: Margrét Magnúsdóttir, Guðný Magnúsdóttir

Fulltrúar starfsmanna: Solveig Björk Bjarnadóttir, Lára Eyjólfsdóttir, (kennara vantar)

Fulltrúar barna: ElíasKári Sigurðsson og Þórunn María Jörgensdóttir

Fulltrúi fyrirtækja: Aðalsteinn Magnússon

Skólastjóri: Sigurður Ö Leosson

 1. Foreldrafélag

Markmið félagins er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Einnig það að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda.

Skólaárið 2017-2018 skipuðu eftirtaldir stjórn foreldrafélag Tálknafjarðarskóla en aðalfundur félagsins er haldinn um miðbik september.        
Formaður: Jenný Lára Magnúsdóttir       
Ritari og gjaldkeri: Ingibjörg Ósk Þórhalssdóttir og Ýr Árnadóttir

 1. Nemendafélag  

Samkvæmt 10. gr. laga um grunnskóla skal starfrækja nemendafélag í öllum grunnskólum. Öll börnin í Tálknafjarðarskóla eru aðilar að nemendafélagi skólans. Þeirra hlutverk er að sameinast um málefni er lúta að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum þeirra. Lýðræðisfundir í kjörnum eru haldnir í hverri viku og ef þurfa þykir þá er skólastjóri kallaður á fund til að ræða ákveðin atriði er nemendur telja að gætu bætt enn meir velferð þeirra innan skólans.

 1. Stoðþjónusta og nemendavernd

 1. Sérfræðiþjónusta

Í grunnskólalögum er kveðið á um að skólinn skuli haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir hvers barns og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Samkvæmt lögum eiga öll börn rétt á námi við hæfi og viðeigandi kennslu.

 1. Sérkennsla

Sérkennsla og sérstuðningur sbr. 40. gr. laga um grunnskóla er fyrir hendi fyrir börn, sem eiga erfitt með nám sökum námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. lög um málefni fatlaðra. Bæði talmeinafræðingur og sálfræðingur koma hvor um sig einu sinni til tvisvar á skólaári (einu sinni til tvisvar sinnum á önn) og þjónustar þau börn sem á því þurfa að halda en að öðru leyti þarf skólinn að treysta á fjarfundi við t.d. Greiningarstöð Tröppu og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Sérstakt sérkennslurými/þjálfunarsetur er í skólanum fyrir einstaka nemendur vegna stuðnings þeirra. Boðið er upp á utanaðkomandi túlkaþjónustu fyrir börn, fjölskyldur og starfsfólk þegar þörf er á.

 1. Fyrirkomulag sérkennslu

Sérkennsla í Tálknafjarðarskóla skiptist í eftirtalda þætti:

Kennsla barna með einstaklingsnámskrá. Kennsla sem felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og / eða kennsluaðstæðum. Kennsla nemenda fer ýmist fram innan hópsins þar sem sem sérkennari kemur inn eða í einstaklingsþjálfun í námsveri.

Stuðningsmiðuð kennsla. Aðaláhersla á lestur og stærðfræði. Ekki er vikið verulega frá kjarnanámskrá.

Nýbúafræðsla, ætluð börnum sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Tal

 1. Talkennsla Talkennsla hefur farið fram í fjarkennslu á vegum Tröppu
 2. Túlkaþjónusta

 1. Nemendaverndarráð

 1. Fyrsta hjálp

 1. Heilsugæsla og nemendavernd

Skólaheilsugæsla er fyrir hendi skv. 41. gr. grunnskólalaga og njótum við þjónustu Heilsugæslu Patreksfjarðar. Skólahjúkrunarfræðingur sinnir forvarnarvinnu með nemendum og kemur a.m.k. einu sinni á hvorri önn til að sinna því.

Formlegu nemendaverndarráði og áfallaráði hefur ekki enn verið komið á fót við skólann. Hins vegar funda skólastjóri með hjúkrunarfræðingi og/eða sálfræðingi skólans þegar mál koma upp og þörf krefur. Skólinn leitar einnig til félagsþjónustunnar og/eða prestsins á sunnarverður Vestfjörðum þegar á þarf að halda.

 1. Félagsstarf

Í Tálknafjarðarskóla hafa skapast ákveðnar hefðir í samstarfi með foreldrafélaginu.

Foreldrar 5 ára og 9 ára barna sjá um jólaföndrið í byrjun hverrar aðventu þar sem fjölskyldur koma saman, drekka heitt kakó og maula smákökkur á meðan þau föndra. Foreldrar 11 ára barna sjá um öskudagsballið sem haldið er í íþróttahúsinu ár hvert með leikjum og glensi. Hinn þjóðlegi siður að halda þorrablót er í höndum 13 ára nemenda og foreldra þeirra. Þar koma allir nemendur saman á sal, borða þorramat, syngja og hver kjarni sýnir skemmtiatriði sem hann hefur undirbúið fyrir tilefnið. Árshátíð er haldin ár hvert þar sem allir nemendur fara á svið og sýna leikrit eða skemmtiatriði sem þeir hafa samið og æft fyrir samnemendur, foreldra og aðra í samfélaginu en árshátíðin er ein af aðal fjáröflun nemendasjóðs fyrir vorferðir nemenda. Við skólaslit er svo árlegur vorfagnaður foreldrafélagsins með grillveislu og kátinu.

Allir kjarnar fara í vorferð sem börn og fjölskyldur safna fyrir í samvinnu við skólann.

Afmælisdagar. 

 1. Gæðamat skólans

Sjálfsmat skólans eða gæðamat er í samræmi við námskrá skólans. Þar er metið með kerfisbundnum hætti bæði árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Að auki sinnir Tálknafjarðarhreppur eftirliti með skólastarfi, sbr. 5. og 6. gr. sömu laga.

 1. Símenntunaráætlun og umbótaáætlun

Símenntun starfsfólksins er mikilvægur og virkur þáttur í starfi skólans.

Starfsfólk sækir ýmis námskeið og fræðslufundi til að auðga og auka við þekkingu sína og reynslu sem nýtist þeim í starfi.

 1. Hlutverk kennarans varðandi matarvenjur

Hlutverk kennarans í að móta hollar matarvenjur er ótvírætt. Börn þurfa aldrei að “klára af disknum” enda eru slíkar venjur arfur frá þeim tíma sem matur var af skornum skammti sem á ekki við í dag. Börnin eru hvött til þess að gefa matnum tækifæri með því að smakka en alltaf er í boði að skilja eftir þegar þau hafa fengið nóg. Besta hvatning barnanna til þess að borða vel er lystugur kennari sem hrósar matnum og nýtur þess augljóslega að borða. Kennara skólans borða alltaf með börnum og eiga notalega stund saman í hádegi.

 1. Tillit til barna með ofnæmi og óþol

Reynt er eftir fremsta megni reynt að koma til móts við þarfir barna með ofnæmi eða óþol fyrir fæðu eða umhverfisþáttum. Fiskmeti, hnetur og önnur hráefni sem geta valdið bráðaofnæmi eru meðhöndluð með varúð. Fiskafurðir eru meðhöndlaðar samkvæmt Gámes-stöðlum svo að hætta á millismiti ætti að vera hverfandi. Alltaf eru í boði afurðir sem koma í stað hefðbundinna mjólkurvara s.s. sojamjólk og hrísgrjónamjólk, sojaostur og mjólkurlaust viðbit. Foreldrar barna með ofnæmi eða óþol skila læknisvottorði til skólans þar um og ef um bráðaofnæmi er að ræða á barnið viðeigandi lyf í skólanum og starfsfólk vinnur viðbragðsáætlun í samvinnu við foreldra.

 1. Lífstíls- og trúarlegar sérþarfir

Reyna eftir fremsta megni að koma til móts við lífstíls- og trúarlegar sérþarfir fjölskyldnanna. Grænmetisætur fá baunaborgara, sojakjöt eða aðrar prótínríkar grænmetisafurðir í stað kjöts og svínakjöt er notað í hófi. Foreldrar eru beðnir um að láta skólastjóra vita af sérþörfum. Tekið skal fram að ef lífstílssérþarfir eru þess eðlis að vafi leiki á velferð barns ber skólastjóra að ganga inn í málið.

 1. Grænfánastarf og umhverfisvitund

Tálknafjarðarskóli er fyrsti grunnskólinn á Vestfjörðum til að fá Grænfánann og fékk hann í fyrsta sinn 200. Skólinn ern ú að fá sinn 7. Rænfána. Þetta starf hefur fengið mikið hrós og hefur skilað sér út í samfélagið með flokkun á sorpi, vaxandi umhverfisvitund og aukinni hreyfingu þ.e. ganga og hjóla í stað aksturs. Þessu mikilvæga starfi verður haldið áfram.

 1. Ytra mat Menntamálastofnunar, jákvætt og neikvætt

2017 erði Menntamálastofnun mat á ytra starfi Tálknafjarðarskóla. Sterku og jákvæðu þættir starfsins eru:

Jákvæðir

 1. Vinnubrögð í skólanum eru lýðræðisleg
 2. Samskipti jákvæð
 3. Traust ríkjandi
 4. Metnaður starfsfólks
 5. Foreldrar treysta skólanum
 6. Þáttaka foreldra í skólastarfinu mikil og jákvæð
 7. Samfella í skólastarfi og fjölbreytni mikil

Neikvæðir

 1. Skólanámsskrá þarfnast uppfærslu (búið að laga)
 2. Vantar upp á að fylla viðmiðunarstundaskrá í öllum greinum (lagað)
 3. Vantar meira frjálst val nemenda í 9.-10. Bekk ( hefur verið bætt)
 4. Skýra betur stefnu skólans
 5. Sýnilegri skólareglur vantar
 6. Heimasíða ekki uppfærð sem skyldi
 7. Námsvísar ekki nægilega sýnilegir
 8. Námsárangur þyrfti að bæta
 9. Skortir upplýsingar til foreldra um niðurstöður foreldrakannanna

Sterkir þættir að mati nemenda

 1. Allir þekkjast
 2. Lítill skóli
 3. Lýðræðisfundir og tækifæri til að tjá sig
 4. Tækifæri til að tjæa hugmyndir
 5. Frelsi og sveigjanleiki

Sterkir þættir að mati foreldra:

 1. Börn kát að fara í skólann og ánægð með starfið
 2. Fjölbreytni mikil
 3. Hóparnir samheldnir
 4. Börnin fá að vera þau sjálf
 5. Eldri börn góð við þau yngri

 1. Skipurit Tálknafjarðarskóla

 1. Fylgiskjöl með áætlun til Tálknafjarðarhrepps:

 1. Skóladagatal Tálknafjarðarskóla 2016-2019
 2. Skóladagatal leikskóla Tálknafjarðarskóla 2018-2019
 3. Dæmi um kennsluskrá og smiðjur haust 2018

 1. Viðaukar með starfsáætlun 2018-2019

 1. Leiðbeinandi reglur um máltíðir
 2. Matarstaðlar og gæði máltíða, afmæli og dagamunur

 1. Leiðbeinandi reglur um máltíðir í Tálknafjarðarskóla

 1. Kennarar borða með börnum. Jákvætt viðhorf kennara til matarins er sú leið sem best kennir börnum að hafa áhuga og vilja til að smakka og æfa bragðlaukana gagnvart nýjum matartegundum.
 2. Friðsæld og næði skal ríkja í matartímum og kennarar spjalla rólega við börn sem einnig stilla sinni raddhæð í hóf.
 3. Nemendur taka disk og glas og setjast og skila af sér að mat loknum
 4. Ávallt skal vera nægur matur til að börn fari ekki svöng frá borði.
 5. Almenn regla er að börn séu hvött til að fá sér „æfingarbita“ og smakki á öllu, þótt svo að bitinn sé agnarlítill. Eftir það hafa þau frelsi til að velja það sem fellur best að þeirra smekk.
 6. Börn skulu sem allra mest skammta sér sjálf, fyrst með leiðsögn kennara og síðan sjálf. Þeim skal kennt að fá sér hæfilegt magn og fá sér síðan aftur ef þau kjósa. Tveir skammtar á disk er flestum börnum nóg ef þau hafa skammtað sér hæfilega.
 7. Börn eru aldrei neydd til að ljúka af diskinum þótt svo þau hafi skammtað sér sjálf. Það er dyggð að kunna sér magamál og leifa fremur en að borða meira en þeim er hollt. Ef um mótþróa er að ræða, er góð regla að bjóða upp á val milli tveggja eða tíu bita og láta svo kyrrt liggja með leifarnar.
 8. Ef eitthvert barn borðar ekki tiltekinn mat vegna ofnæmis eða óþols, lífsskoðana eða trúarbragða, getur foreldri látið kennara eða stjórnanda skólans vita og eldhúsið mun þá legga barninu til mat sem því hentar.
 9. Ef eitthver matur fellur ekki barni í geð, mun kennarinn leysa úr því og bjóða barninu upp á annan valkost meðan á máltíð stendur eða á eftir til að enginn fari svangur frá borði.
 10. Öll börn æfa sig að hrósa matnum og þakka fyrir sig. Ef einhverju barni líkar ekki maturinn, er því kennt að segja t.d. „Þessi matur fellur ekki að mínum smekk“ í stað þess að tala um vondan mat.
 11. Börn bíða við borðið eftir að þau eru búin að borða þar til kennarinn gefur fyrirmæli um annað. Ef aðstæður leyfa, er gott að bjóða þeim að tínast smátt og smátt frá borðinu til að létta á en vera með þeim sem eru lengst að borða.

 1. Matarstaðlar

Mjólkurvörur

Umdeilt er hvort og hversu holl mikil mjólkurneysla er. Nauðsynleg næring segja sumir – krabbameinsvaldandi segja aðrir. Hátt hlutfall barna með mjólkuróþol gefur tilefni til þess að takmarka mjólkurneyslu í skólum að nokkru leyti. Skyr er í boði á nokkra vikna fresti. Íslenskt vatn er alltaf í boði.

Unnar kjötvöru

Óhollusta unninna kjötvara felst einkum í háu hlutfalli fitu og salts auk hvíta hveitisins, MSG og annarra aukaefna. Þegar kjöt er á boðstólum er leitast við að hafa fyrsta flokks óunnið hráefni. Boðið er upp á pylsur einstaka sinnum við hátíðleg tækifæri

Sykur

Almennur skilningur er að óhófleg sykurneysla barna sé ekki æskileg. Því er neyslu sykurs í skólum stillt í hóf. Boðið er upp á ósæt morgunkorn. Engar mjólkurvörur eða drykkir með viðbættum sykri eru í boði og bakstur er hafður eins sykurlítill og mögulegt er. Leitast er við að nota hrásykur, púðursykur, hunang og agave síróp í stað hvíts sykurs. Hvítur sykur er ekki notaður í matreiðslu nema einstaka sinnum í bakstur við hátíðleg tækifæri.

Ávextir, grænmeti og bitar milli málaÁvextir innihalda holl og góð vítamín en eru líka sykurmiklir. Þó að ávaxtasykurinn sé tvísykur fer hann býsna hratt út í blóðið líkt og hvítur sykur. Niðurskorið grænmeti er algengur millibiti, soðið, steikt eða grillað grænmeti og kartöflur er meðlæti heitra máltíða og alltaf er boðið upp á salat eða grænmeti með hádegisverði. Morgunbitar eru niðurskornir ávextir.

Korn, baunir og grjón

Nægilegt magn trefja er nauðsynlegt í fæði barna. Því er það korn sem notað er í skólanum grófmalað og heilt en þegar matargerð eða bakstur krefst fínni korntegunda er notað heilhveiti eða spelt til móts við eða í staðinn fyrir hveiti. Hvítt pasta er í lágmarki og leitast við að nota heilhveiti-, rúg- eða speltpasta og aðkeypt brauð eru trefjarík, sykurlítil og án mettaðrar fitu. Oftast eru notuð brún hrísgrjón og leitast er við að kynna börnunum ýmsar tegundir bauna.

Fita

Til er bæði holl og óholl fita. Í skólanum er matreitt upp úr olíum sem samanstanda af ómettuðum fitusýrum og þola hitun vel. Svokölluð trans-fita eða hert jurtafita á borð við smjörlíki er aldrei notuð til matreiðslu og ekki heldur mettuð dýrafita.

Fiskur

Fiskneysla er rómuð fyrir hollustu. Í Tálknafjarðarskóla er boðið upp á fiskmeti tvisvar sinnum í viku.

Afmæli

Sú hefð hefur lengi verið að afmælisbarnið baki fyrir félaga sína í hópnum og við höldum afmælisveislu fyrir kjarnan í lok hvers mánaðar með afmælisbörnum mánaðarins. Það fylgir því töfrablandin sköpunargleði að hræra saman hráefnum svo úr því verði matur sem gleður vinina svo að full ástæða er til að halda í þessa hefð. Líkt og við annan bakstur er farið eftir stöðlum um korntegundir, minni sykur og litla fitu.

Dagamunur

Það er mikilvægt að venjast á hollar matarvenjur en nauðsynlegur hluti þeirra er að gera sér dagamun einstaka sinnumVið fylgjum hefðbundnum matarvenjum á þjóðlegum hátíðum s.s. saltkjöt og baunir á Sprengidag, bollur á Bolludag og hangikjöt og rjómaís í jólamatinn. Að öðru leyti er einstaka sinnum bryddað upp á einhverju sem er vinsælt hjá börnunum s.s. poppkorni, pizzubakstri, vöfflum eða boðið upp á heimabakað bakkels