Tálknafjarðarskóli leitaði til fyrirtækja með starfsemi á Tálknafirði um styrk til tölvukaupa fyrir nemendur en markmið skólans er að vera með 1:1 af tölvum, það er eina tölvu fyrir hvern nemanda á grunnskólastigi. Auk þess eru iPadar á leikskóla- og grunnskólastigi. Vel var tekið í beiðnina og voru alls fimm fyrirtæki sem styrktu okkur að þessu sinni um 8 tölvur. Þessi fyrirtæki eru:
Tv verk
Hjá Jóhönnu
Klofningur
Tungusilungur
TT bókhald
Auk þess styrkti foreldrafélagið um þrjár tölvur
Við viljum þakka fyrirtækjunum og foreldrafélaginu sérstaklega vel fyrir styrkinn. Tölvurnar munu koma að góðum notum í skólastarfinu og gera nemendum kleift að vinna nám sitt á enn fjölbreyttari máta. Auk þess sem tölvurnar auðvelda okkur að aðstoða nemendur við að taka aukna ábyrgð á eigin námi sem og einstaklingsmiða námið á einfaldari hátt.