Sumarlokun leikskóladeildarinnar er frá 9. júlí til 13. ágúst, báðir dagar eru meðtaldir, samtals 25 dagar. Síðasti dagur leikskólans er því miðvikudaginn 8. júlí næstkomandi, starfsdagur er föstudaginn 14. ágúst og leikskólinn opnar aftur mánudaginn 17. ágúst.

Þessi fimm vikna sumarlokun er í samræmi við samþykkt skóladagatal sem er í gildi. Til að koma ákvörðun Fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar frá því í byrjun júní um fjögurra vikna sumarlokun í framkvæmd er þörf á endurskoðun skóladagatals. Því miður er fyrirvarinn of stuttur til að slíkt sé framkvæmanlegt með eðlilegum hætti sumarið 2020. Dagatalið verður til skoðunar nú á haustdögum út frá ákvörðun ráðsins fyrir sumarið 2021.