Þorrablót skólans fór fram í dag miðvikudaginn 29. janúar í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar. Þar komu nemendur fram og sungu eða fóru með vísur. 10. bekkur fór með annál þar sem þau sögðu frá skólagöngu sinni í máli og myndum. Í lokin fengu nemendur að smakka þorramat og var gaman að sjá hverjir þorðu að smakka súra matinn og hákarlinn.

Gestir voru velkomnir og var gaman að sjá þá sem gátu séð sér fært að mæta.

Kærar þakkir fyrir komuna.

Leikskóladeild Tálknafjarðarskóla

Yngsta stig

Miðstig

10. bekkur

Hlaðborð