Þrettándinn er haldinn 6. janúar ár hvert og er stytting á þrettándi dagur jóla, almennt kallaður síðasti dagur jóla. Við í Tálknafjarðarskóla gerðum okkur glaðan dag og hófum skóladaginn á því að fara á útikennslusvæðið okkar, gerðum lítið bál, sungum áramótalög og fengum okkur heitt kakó og piparkökur. Við fengum svo skemmtilega heimsókn frá Björgunarsveitinni Tálkna sem skutu upp nokkrum flugeldum í tilefni dagsins.