Tónlistarskóli Tálknafjarðar

Á Tálknafirði hefur verið starfræktur tónlistarskóli um árabil og er hluti Tálknafjarðarskóla í dag. Elstu börn leikskóladeildar eiga kost á að sækja forskóla í tónlist og nemendum grunnskólans stendur til boða píanó-, blokkflautu og tónfræðinám samkvæmt námskrá tónlistarskóla. 

Öldum saman hefur tónlist, drottning listanna, verið ríkur þáttur í lífi og starfi manna, gleði og sorgum. Tónlistin er óaðskiljanlegur hluti af menningararfi þjóða.

Gildi tónlistarnáms er margþætt. Markvisst tónlistaruppeldi miðar að auknum þroska einstaklinga, þjálfar huga og eflir tjáningarhæfni nemenda. Auk þess veitir gott tónlistarnám lífsfyllingu og hefur víðtækt félagslegt gildi.

Tónlistarskólar gegna lykilhlutverki við miðlun tónlistar- þekkingar og þróun tónlistarlífs. Skólarnir þjóna breiðum hópi tónlistaráhugafólks á ýmsum aldri, jafnt þeim sem stunda námið sér til ánægju og þeim sem hyggjast leggja tónlistina fyrir sig. Mikilvægt er að tónlistarnám veki ánægju og örvi nemendur til að iðka tónlist og njóta hennar.

Tónlistarkennari er Marion G. Worthmann

Netfang: tonlistarskoli@talknafjordur.is