Skólaárið 2018-2019

Skólaárið 2018-2019 verða 42 nemendur eru í Grunnskólanum í fjórum kjörnum og 10 nemendur  í Leikskólanum í tveimur kjörnum. 32 nemendur stunda nám í Tónlistarskólanum. Allir kennarar skólans eru réttindakennarar. 12 manns starfa við skólann. Skólinn er grænfánaskóli, sá fyrsti á Vestfjörðum varð það fyrst árið 2006. Lára Eyjólfdóttir á mestan heiðurinn af þessu frábæra starfi sem við erum afar stolt af.

Aðstaða skólans er einstaklega góð, gott rými fyrir alla kennslu, frábær sund- og íþróttaaðstaða er við skólann. Skólalóðin er með fjölbreitt leiktæki, sparkvöll og skógurinn  rétt við skólann. Einnig er einstaklega góður fótboltavöllur, grasvöllur og frjálsíþróttaðstaða. Fimleikar og margt annað er í boði fyrir nemendur í stóru og góðu íþróttahúsi sem státar af afar góðum tækjasal.