Umhverfismarkmið Tálknafjarðarskóla

Nemendur
• læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna og umhverfi sitt
• tileinki sér góða umgengni við náttúruna og umhverfi sitt
• geri sér grein fyrir gildi umhverfisverndar
• átti sig á hve mikið fusl fellur til daglega
• stundi flokkun á sorpi og meti gildi endurnýtingar og endurvinnslu þess sem ella færi í súginn
• þekki viðurkenndar merkingar fyrir umhverfisvænar vörur
• vinni að því með heimilum og skóla að efla ábyrga umgengni um nánasta umhverfi og náttúru landsins