Umhverfissáttmáli Tálknfirðinga

Við, nemendur og starfsfólk Tálknafjarðarskóla og íbúar Tálknafjarðarhrepps, höfum gert með okkur sáttmála þar sem við leitumst við að:
• Flokka allt rusl og allan lífrænan úrgang sem mögulegt er.
• Nýta endurvinnanlegt efni sem best eins og pappír og umbúðir.
• Kaupa helst vörur sem eru í endurunnum eða endurvinnanlegum umbúðum.
• Gera innkaup á sem umhverfisvænstan hátt, svo sem með því að nota plastpoka aftur og aftur og kaupa vörur sem eru í umhverfisvænum umbúðum.
• Ferðast sem oftast á umhverfisvænan hátt, svo sem með því að ganga eða hjóla innanbæjar.
• Ganga vel um bæinn okkar og henda rusli í ruslafötur.