Það er óhætt að að segja að það hafi dregið til tíðinda í dag en á blaðamannafundi sem haldinn var fyrr í dag kom fram að loka ætti framhalds- og háskólum um allt land en ekki leik- og grunnskólum. Skólinn hefur hafist handa við undirbúning frekari aðgerða, t.a.m. ef loka þurfi skólanum. Leik- og grunnskólum er heimilt samkvæmt heilbrigðisráðherra að halda uppi starfi að ákveðnum uppfylltum skilyrðum. Þar sem við erum fámennur skóli þá munum við halda okkar striki og halda skólastarfinu gangandi eins og áður var ákveðið með þó þeim aðgerðum að nemendur séu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Við setjum aukna áherslu á hreinlæti og sótthreinsun í skólanum. Við munum upplýsa ykkur eins fljótt og auðið er ef til annarra aðgerða verður krafist af hálfu Sóttvarnalæknis og yfirvöldum í landinu.

Á mánudaginn hefjast foreldraviðtöl og minnum við foreldra á að skrá sig í viðtalstíma. Föstudaginn 20. mars verður enginn skóli fyrir þá nemendur sem hafa lokið sínum viðtölum. Ef viðtalstímarnir henta ekki þá hvet ég ykkur til að hafa samband við umsjónarkennara barna ykkar og þeir munu finna út úr því með ykkur. Mánudaginn 23. mars verður síðan skipulagsdagur, það er því um langa helgi að ræða fyrir nemendur.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með ráðleggingum Sóttvarnarlæknis og fréttum frá skólanum þar sem það geta orðið örar breytingar á skólahaldi. Við munum upplýsa foreldra um allar aðgerðir af hálfu skólans eins fljótt og auðið er. Við viljum minna á að það er alltaf ákvörðun foreldra/forráðamanna hvort þeir sendi börn sín í skóla þegar um neyðarástand er að ræða. Ef foreldrar ákveða að halda börnum sínum heima vegna öryggisástæðna þá skal hafa samband við skólann og upplýsa um þá ákvörðun.

Mikilvægt er að við höldum ró okkar og reynum að halda áfram okkar daglega lífi með hliðsjón af ráðleggingum Sóttvarnarlæknis og yfirvalda.

Skólastjóri