Útskriftarferð skólahóps leikskólahluta Tálknafjarðarskóla fór fram mánudaginn 27. maí síðasliðinn. Hópurinn fékk frábært veður þar sem farið var í ferð á Bíldudal í Skrímslasetrið, borðað á Vegamótum í hádeginu, farið í pollinn á Tálknafirði og endað á kósístund þar sem horft var á bíómynd. Frábær dagur í alla staði og nemendur tilbúnir að takast á við grunnskólann í haust.

Við tökum fagnandi á móti þessum flottu nemendum í grunnskólahlutann í haust.

Til hamingju með að klára fyrsta skólastigið.